top of page

SKILMÁLAR

Skilmálar Móðurkrafts

Skilmálar þessir eiga við um alla þjónustu og vörur keypta á vef Móðurkrafts

Höfundarréttur

Móðurkraftur er í eigu Hildar Karenar Jóhannsdóttur kt. (210895-2569) sem sér um sölu á þjónustu í formi fjarþjálfunar fyrir konur, einkum konur á meðgöngu og eftir fæðingu. Allt efni á vefnum er samið af Hildi Karen, eiganda Móðurkrafts, sem áskilur sér höfundarrétt á öllu efni sem birtist á vef Móðurkrafts. Kaupandi verslar stakan aðgang að tiltekinni þjónustu fyrir sig sem einstakling og er óheimilt að afrita efnið eða deila því áfram.

Skyldur og ábyrgð kaupanda

Við kaup á þjónustu Móðurkrafts staðfestir kaupandi að honum sé óhætt að stunda líkamsrækt og sé þar af leiðandi ekki að stofna heilsu sinni eða annarra í hættu. Kaupandi er á eigin ábyrgð eftir kaup á fjarþjálfuninni. Eigandi ber ekki ábyrgð á meiðslum eða slysum sem geta komið upp við fjarþjálfunina. Með kaupum á fjarþjálfun Móðurkrafts er eigandi firrtur allri ábyrgð af slíkum slysum eða meiðslum og öll ábyrgð er á kaupanda. Eigandi hvetur kaupanda eindregið til að hlusta á eigin líkama, vera í samráðum við hjúkrunafræðing, sjúkraþjálfara, ljósmóður, lækni eða annan menntaðan sérfræðing á þessu sviði, um öryggi kaupanda við að stunda hreyfingu, einkum á meðgöngu og eftir fæðingu. Mikilvægt er að kaupandi hætti æfingu um leið og hann finnur fyrir einhverjum óþægindum, láti vita af óþægindunum og ráðfæri sig við sérfræðing á þessu sviði. Mikilvægt er að ráðfæra sig við sérfræðing áður en fjarþjálfun er hafin og tryggja að kaupandi megi stunda hreyfingu í formi fjarþjálfunar. Ekki er mælt með þjálfun, sérstaklega í formi fjarþjálfunar, ef kaupandi er ekki vanur því að stunda hreyfingu eða hefur ekki heilsu til þess að stunda hreyfingu.

 

Kaupanda er ávallt heimilt að senda tölvupóst á eiganda, modurkraftur@gmail.com, ef einhverjar spurningar vakna, einkum í tengslum við nánari útskýringar á æfingum fjarþjálfunarinnar.  

Réttur eiganda varðandi breytingar

Eigandi áskilur sér rétt til að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á tiltekna þjónustu fyrirvaralaust. Ef um breytingar á áskriftargjaldi er um að ræða sendir Móðurkraftur tilkynningu um þær breytingar og breytingarnar taka gildi frá og með næstu mánaðamótum. Eigandi áskilur sér einnig rétt á að breyta skilmálum sínum & breytingar taka gildi þegar nýju skilmálarnir hafa verið birtir hér á vefsíðunni.

Greiðsluskyldur kaupanda

Þegar keypt er stakt prógram í fjarþjálfun eða aðra vöru Móðurkrafts greiðir kaupandi fyrir þjónustuna fyrirfram. Um leið og greiðsla hefur verið innt af hendi er ekki hægt að fara fram á endurgreiðslu.

Sama á við þegar kaupandi kaupir áskrift af þjónustu Móðurkrafts. Nema þá skuldbindur kaupandi sig til að greiða á mánaðar fresti fyrir þjónustuna. Móðurkraftur er með samning við Sportabler eða Abler sem innheimtir greiðslur í gegnum Valitor. Kaupandi þarf sjálfur að segja upp áskriftinni ef viðkomandi vill ekki lengur nýta sér þjónustuna. Uppsagnarfrestur er 1 mánuður. Kaupandi gerir það í tölvunni inni á Sportabler aðgangi sínum inni á "mínum síðum". Þar hakar kaupandi við rauða x-ið sem er hægra megin við heitið á áskriftinni og velur staðfesta. Ef kaupandi ætlar að gera það í síma þá fer hann inn á "mitt svæði" og velur "markaðstorg" svo er valið 3 láréttu strikin lengst til hægri og hakað við "mínar síður". Þar er smellt á áskriftir og rauða x-ið valið og hakað við staðfesta. Þá fær kaupandi upplýsingar um hvenær áskriftin hans endar. Rukkun verður send á kaupanda þar til hann hefur sagt þjónustunni upp. Uppsögn tekur strax gildi en kaupandi hefur aðgang að þjónustunni út tímabilið sem hann hafði þegar greitt fyrir og út eins mánaðar uppsagnarfrestinn sem hann greiðir einnig fyrir. Áskriftinni þarf að segja upp fyrir 30.hvers mánaðar til að uppsögnin gildi því þá er kerfið farið að undirbúa aðra endurnýjun á áskriftinni.

Endurgreiðsluréttur stofnast ekki þó kaupandi hafi ekki náð að nýta sér þjónustuna sem keypt var.

Trúnaður

Eigandi Móðurkrafts heitir kaupanda fullum trúnaði og allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp við fjarþjálfunina verða bundnar trúnaði.

Varnarþing

Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur Móðurkrafts á grundvelli ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.

bottom of page