STERKARI
HRAUSTARI
HEILBRIGÐARI
FJARÞJÁLFUN FYRIR KONUR, MÆÐUR & VERÐANDI MÆÐUR

ÞAÐ SEM ER Í BOÐI
EITTHVAÐ FYRIR ALLAR

Fjarþjálfun fyrir konur á meðgöngu. Í boði eru æfingaplön fyrir hvern þriðjung meðgöngunnar eftir vikum þar sem markmiðið er að styrkja líkamann & viðhalda vellíðan með hreyfingu eins lengi & mögulegt er ásamt því að undirbúa líkamann fyrir komandi hlutverk. Með öllum æfingaplönum fylgir fræðsla um ýmislegt tengt hreyfingu & líkamanum á meðgöngu. Aðgangur að lokuðum hópi fylgir sömuleiðis.
Fjarþjálfun fyrir konur eftir fæðingu. Í boði er grunnprógram fyrir nýbakaðar mæður sem inniheldur fræðslu & góðar styrktaræfingar fyrir grindarbotn, kviðvöðva, mjaðmir & bak ásamt liðkun. Þetta prógram er ætlað fyrstu vikurnar eftir fæðingu. Aðgangur að lokuðum hópi fylgir sömuleiðis.
Fjarþjálfun fyrir allar konur óháð aldri eða barnseignum. Fyrir þær sem vilja fylgja æfingaplani í ræktinni eða heima & langar að koma hreyfingu inn í rútínuna sína með einföldum, skilvirkum & skemmtilegum hætti. Styrktar- & þolþjálfunin skiptist í fyrri & seinni hluta. Báðir hlutarnir innihalda 12 vikna prógröm með 4 æfingum á viku sem hægt er að taka hvenær sem er eftir því hvað hentar best. Aðgangur að lokuðum hópi fylgir sömuleiðis.