top of page

PERSÓNUVERNDARSTEFNA

Modurkraftur.is óskar eftir eftirfarandi persónuupplýsingum við kaup á vöru eða þjónustu: Fullu nafni, tölvunetfangi og símanúmeri (valfrjálst) eða þær persónuupplýsingar sem kaupandi gefur upp við nýskráningu inná modurkraftur.is. Þessar upplýsingar eru faldar fyrir öðrum kaupendum hjá modurkraftur.is. Það sem aðrir kaupendur modurkraftur.is geta séð er svokallað "prófíl kort" þar sem kaupendur velja nafn og titil (ef þeir vilja). Þá ráða kaupendur alfarið hvaða nafn þeir gefa upp á prófíl kortinu sínu sem þarf ekki að vera þeirra eigið persónulega nafn. Þessu má alltaf breyta á heimasvæði kaupanda á modurkraftur.is, bæði nafni og stillingum þannig aðrir kaupendur geti ekki séð prófíl kort hjá kaupanda. Sýnileg prófíl kort gera kaupendum kleift að eiga í samskiptum við aðra kaupendur og tilheyra spjallhópum með öðrum kaupendum sem eru jafnvel á sama prógrammi. Þar getur eigandi verið í samskiptum við og komið skilaboðum áleiðis til hópa kaupenda samtímis. En ef kaupandi ákveður að fela prófíl kortið sitt er sá möguleiki ekki til staðar. Við skráningu á póstlista, sem er auðvitað valfrjálst, varðveitir modurkraftur.is netfang viðkomandi og deilir þar tilkynningum og markaðsefni.

Modurkraftur.is gætir fyllstu varúðar við meðferð persónuupplýsinga. Öll úrvinnsla persónuupplýsinga er í samræmi við gildandi lög og reglur. Við kaup á þjónustu hjá modurkraftur.is samþykkir kaupandi vinnslu persónuupplýsinga. Modurkraftur.is virðir einkalíf kaupanda og deilir ekki upplýsingum til þriðja aðila. Modurkraftur.is ber ábyrgð á skráningu og meðhöndlun persónuupplýsinga.

Modurkraftur.is óskar eftir þessum persónuupplýsingum til að uppfylla sem bestu þjónustu til kaupanda. Kaupandi á alltaf rétt á að biðja eiganda modurkraftur.is til að eyða, afturkalla eða breyta persónuupplýsingum ef kaupandi óskar eftir því.

Viðskiptavinir modurkraftur.is geta haft samband við eiganda modurkraftur.is í gegnum samskiptabox á vefsíðu eða með tölvupósti á netfangið modurkraftur@gmail.com

Modurkraftur.is er með samning við Repeat og Teya varðandi innheimtu gjalda og áskriftargjalda. Þessi fyrirtæki fá aðgang að nafni, símanúmeri og netfangi í gegnum modurkraftur.is ásamt öðum persónuupplýsingum sem eru nauðsynlegar til innheimtu greiðslna. Hægt er að lesa um skilmála Repeat og Teya inná heimasíðum þeirra en samkvæmt þeim fara bæði greiðslufyrirtæki eftir lögum og reglum er varða persónuvernd.

Modurkraftur.is áskilur sér rétt til að breyta úrvinnslu persónuupplýsinga ef eigandi telur þörf á því. Þær breytingar taka gildi eftir að þær hafa verið birtar á modurkraftur.is

bottom of page