top of page
IMG_1789.jpeg

ÞJÁLFARINN ÞINN

Ég heiti Hildur Karen Jóhannsdóttir & er tveggja barna móðir, sérhæfður meðgöngu- & mömmuþjálfari, sálfræðimenntuð & einnig með ýmis önnur þjálfararéttindi. Ég elska að vinna með fólki & finnst fátt dýrmætara en að hjálpa því að finna gleðina í hreyfingu. Mín ástríða liggur í því að þjálfa konur, sérstaklega konur á meðgöngu & eftir fæðingu, þar sem markmiðið mitt er að hvetja þær, fræða, efla & styrkja. Ég þjálfa & held utan um Afreksmömmur, sem eru hópatímar fyrir konur á meðgöngu & eftir fæðingu. Það námskeið hefur blómstrað undanfarin 3 ár. Ég veit aftur á móti af eigin reynslu að á meðgöngu & eftir fæðingu skiptir öllu máli að konur upplifi sveigjanleika, sérstaklega þegar kemur að hreyfingu. Því langar mig að gera hreyfingu aðgengilega fyrir allar konur á þessum vettvangi, hvenær & hvar sem hentar þeim best hverju sinni. 

bottom of page