UM PRÓGRAMIÐ
Prógramið er 7 vikur & inniheldur 3 æfingar á viku með upphitun + mobility pakka leiddan af þjálfara (mér) ásamt fræðslu. Æfingarnar eru fjölbreyttar & miðast við að viðkomandi hafi fulla hreyfigetu og sé við góða heilsu & er óhætt að stunda þjálfun í formi fjarþjálfunar í samráði við lækni eða ljósmóður. Í þessu prógrami er mikil áhersla á styrk þar sem við einblínum á að styrkja grindarbotns- & kviðvöðva ásamt bak- & rassvöðvum. Prógramið inniheldur hagnýtar styrktaræfingar sem munu nýtast þér í daglegu lífi. Prógramið tekur inn í reikninginn verki í grind eða lífbeini sem eru oft farnir að gera vart við sig á lokametrunum. Það verða því sýndar aðrar æfingar í staðinn þar sem við á og svo má alltaf senda á mig (þjálfara) ef einhver æfing hentar ekki eða einhverjar fyrirspurnir vakna. Æfingarnar miðast við að þú hafir aðgang að líkamsrækt með öllum helsta búnaði en þú getur alltaf haft samband ef einhvern búnað vantar & við finnum út úr því í sameiningu hvaða æfingar þú getur þá tekið í staðinn. Ég mæli eindregið með að fjárfesta í pilates bolta t.d. frá Hreysti til að nota í grindarbotns- & kviðæfingum en það er ekki nauðsynlegt. Síðustu vikurnar fram að fæðingu geta verið ansi krefjandi enda mikil þreyta og mikið álag á líkamann að bera barn sem stækkar heilmikið á hverri viku núna. Æfingarnar eru því töluvert rólegri (þó hægt að gera þær krefjandi) þessar síðustu vikur og meiri áhersla á styrk, teygjur & slökun til að undirbúa okkur fyrir fæðingu. Þessar síðustu vikur myndi ég huga að því að létta þyngdirnar sem þú hefur verið að nota, framkvæma æfingarnar hægar, við góða stjórn & fókusera vel á öndunina í æfingunum. Æfingarnar geturðu gert hvenær sem þér hentar best þar sem þú hefur ótakmarkaðan aðgang að þeim. Ég vonast til að með þessu prógrami geti ég hjálpað konum að upplifa meira öryggi & sjálfstraust í hreyfingu á meðgöngu ásamt því að stuðla að meiri vellíðan almennt á meðgöngu.
You can also join this program via the mobile app. Go to the app
YFIRLIT
PRICE
GROUP DISCUSSION
This program is connected to a group. You’ll be added once you join the program.