UM PRÓGRAMIÐ
6 vikna prógram sem inniheldur 3 æfingar á viku með upphitun ásamt fræðslu. Prógramið er ætlað þeim sem eru við fulla heilsu á meðgöngu & er óhætt að stunda þjálfun í formi fjarþjálfunar í samráði við lækni eða ljósmóður. Æfingarnar eru mjög fjölbreyttar & miðast við að þú hafir aðgang að líkamsrækt með öllum helsta búnaði. Handlóð, ketilbjöllur, stangir, langar & stuttar teygjur ásamt fleiru er á meðal þess sem notað er í prógraminu en þú getur alltaf haft samband ef einhvern búnað vantar & við finnum út úr því í sameiningu hvaða æfingar þú getur þá tekið í staðinn. Ég mæli eindregið með að fjárfesta í pilates bolta t.d. frá Hreysti til að nota í grindarbotns- & kviðæfingum en það er ekki nauðsynlegt. Í þessu prógrami er meiri áhersla á styrk þar sem við einblínum mikið á að styrkja grindarbotns- & kviðvöðva ásamt rass- & bakvöðva. Prógramið inniheldur hagnýtar styrktaræfingar sem munu nýtast þér í daglegu lífi & styrkja þig fyrir komandi breytingar á líkama sem verða á meðgöngu. Það verður minna um "keyrslu" eða "sveittari" æfingar þó eitthvað, & meira um rólegri styrktaræfingar sem mun vonandi henta flestum á þessum tíma meðgöngunnar. Æfingarnar getur þú framkvæmt hvenær sem hentar þér best á þínum tíma & þú hefur ótakmarkaðan aðgang að prógraminu svo ef þú missir úr æfingar eina vikuna þá áttu æfingarnar áfram & getur tekið þær hvenær sem þú vilt síðar meir. Ég vonast til að með þessu prógrami geti ég hjálpað konum að upplifa meira öryggi & sjálfstraust í hreyfingu á meðgöngu ásamt því að stuðla að meiri vellíðan almennt á meðgöngunni.
You can also join this program via the mobile app. Go to the app