top of page

Styrktar- & þolþjálfun 3 mánaða prógram (fyrri hluti)

  • 62 Steps

UM PRÓGRAMIÐ

Styrktar- & þolþjálfun er 3 mánaða prógram hjá Móðurkrafti sem felur í sér 4 nýjar æfingar á hverri viku. Þjálfunin er fyrir allar konur en hentar einstaklega vel fyrir konur eftir fæðingu eða konur sem vilja styrkja kjarnann sinn fyrir barneiginir því mikið af æfingunum fóksuera á sterkari kjarna og hagnýtar æfingar sem nýtast okkur í daglegu lífi. Æfingarnar miðast við að viðkomandi hafi aðgang að rækt en það er alltaf hægt að finna aðrar æfingar í samráði við þjálfara ef ákveðinn búnað vantar. Myndbönd af öllum æfingum fylgja með þegar viðkomandi klikkar á æfinguna ásamt útskýringartexta og punktum sem gott er að hafa í huga við æfingarnar. Auk þess fylgja með útskýringar á skammstöfunum sem notast er við í prógraminu ef viðkomandi þekkir til dæmis ekki æfingafyrirkomulag eins og EMOM eða AMRAP. Hægt er að sjá það í vikuyfirliti hverrar viku fyrir sig. Markmiðið með þjálfuninni er að koma hreyfingu í meiri rútínu, styrkja sig, fylgja plani, efla sjálfstraust í æfingum og daglegu lífi & finna gleðina í hreyfingu. Það má dreifa æfingunum eins og hentar viðkomandi best en mælt er með að taka einhverja hvíldadaga á milli æfingadaga en ekki taka 4 æfingar samfleytt nema viðkomandi sé vanur þess konar æfingaálagi. Miðað er við 4 æfingar á viku en viðkomandi hefur ótakmarkaðan aðgang að æfingunum svo auðvelt er að stjórna því hvenær viðkomandi æfir algjörlega eftir hentisemi. Æfingavikan skiptist þá þannig upp að einn daginn er áhersla á styrk í efri líkama, annan daginn styrk í neðri líkama, þriðja daginn er blönduð styrktar- & þolþjálfun og fjórða daginn er æfingin meiri sviti og keyrsla. Svo er þessu skipulagi að mestu leyti róterað á milli vikna. Hægt er að velja á milli fyrri & seinni hluta svo ef viðkomandi vill halda áfram eftir fyrstu 3 mánuðina er hægt að kaupa aðra 3 mánuði.

You can also join this program via the mobile app. Go to the app

YFIRLIT

PRICE

ISK 24,990

GROUP DISCUSSION

This program is connected to a group. You’ll be added once you join the program.

Styrktar- & þolþjálfun

Styrktar- & þolþjálfun

Private13 Members

SHARE

bottom of page